top of page

Skoða Norðurland

Þetta eru nokkrir áhugaverðir staðir sem þú getur fundið á svæðinu. 

Dettifoss Gistiheimili er frábær kostur til að gista þegar þú heimsækir Norður-Þingeyjarsýslu

Vatnajökulsþjóðgarður. Þetta svæði spannar frá Dettifossi að Ásbyrgi og einkennist af Jökulsá á Fjöllum sem skapar slóðir hamfaraflóða og augljós merki um eldvirkni.

Nánari upplýsingar er hægt að fá í Gestamiðstöðinni Gljúfrastofu í Ásbyrgi.

Dettifoss

Öflugasti foss Evrópu, hann er í aðeins 40 km akstursfjarlægð frá Dettifoss gistiheimili

Ásbyrgi

Aðeins 9km akstur frá Dettifoss Gistiheimili og þú getur upplifað stórkosleg gljúfur mynduð af röð hamfara jökulflóða.

Hljóðaklettar og Rauðhólar

Meðfram Jökulsá er hægt að ganga fallegar slóðir og skoða svæði þar sem finna má einstök jarðfræðileg fyrirbæri eins og stuðlaberg.

Húsavík

Þetta er heillandi bær með þjónustu eins og veitingastaði, matvörubúð, apótek, kaffihús, sundlaug, nokkur söfn og vissulega þekktur sem fullkominn staður fyrir hvalaskoðunarferðir.

Fjarlægðin milli Dettifoss gistiheimilis og  Húsavíkur  er 66 km á vegi 85 sem fylgir töfrandi fjallasýn Öxarfjarðar og heillandi sjávarströnd Tjörnes. 

Kópasker

Er lítið þorp við austurströnd Öxarfjarðar, aðeins 29 km austur frá Dettifoss gistiheimili ​á vegi 85. Þar má finna bensínstöð og litla matvörubúð. Það getur líka verið sérstakur staður fyrir fuglaskoðun og stundum er hægt að horfa á seli í sólbaði á klettunum nálægt ströndinni. 

Heimskauts_edited.jpg
Heimskautsgerðið

Þetta er stærsta listaverk Íslands undir berum himni.  Hugmyndin fær innblástur af útsýni þar sem ekkert hindrar sjóndeildarhringinn og miðnætursólina. Verkið er enn í smíðum en hægt er að heimsækja það á Raufarhöfn, einu afskekktasta og nyrsta þorpi Íslands.  

bottom of page